Heilbrigðisráðherra send ályktun Hollvinasamtaka HS
Hollvinasamtök Heilbrigðisstofnunarinnar á Sauðárkróki sendi í dag Álfheiði Ingadóttur heilbrigðisráðherra ályktun þar sem hún er hvött til að endurmeta kröfu sína um niðurskurð hjá stofnuninni.
Ályktunin hljóðar svo:
Hollvinasamtök Heilbrigðisstofnunarinnar á Sauðárkróki harma það skilningsleysi sem heilbrigðisráðherra sýnir með ósanngjörnum kröfum um niðurskurð hjá stofnuninni og lýsir fullum stuðningi við viðbrögð framkvæmdastjórnar stofnunarinnar við þeim. Starfsemi stofnunarinnar er íbúum Skagafjarðar afar mikilvægt og mikil sátt hefur ríkt um þá þjónustu sem hún veitir. Með kröfum sínum vegur ráðherra alvarlega að þessari sátt. Ítrekað hefur komið fram að stofnunin er tilbúin til að leggja sitt af mörkum og taka þátt í aðgerðum til hagræðingar í rekstri á sama grundvelli og aðrar heilbrigðisstofnanir. Krafan um tæplega 11% niðurskurð er ekki í neinu samræmi við það. Hollvinasamtökin hvetja ráðherra til að endurmeta stöðuna með sanngirni og sátt við íbúa Skagafjarðar að leiðarljósi.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.