Hafna rennibraut og ætla þess í stað að selja sundlaug

Byggðaráð Skagafjarðar hefur hafnað erindi leigutaka sundlaugarinnar á Steinsstöðum um að setja þar upp rennibraut en þess í stað rift leigusamningi um sundlaugina og ákveðið að setja hana í söluferli eins fljótt og auðið verði.

Gísli Árnason óskar bókað að hann tæki ekki undir bókun byggðarráðs og telji að ganga ætti til samninga við Ferðaþjónustuna á Steinsstöðum um rekstur sundlaugarinnar á grundvelli framlagðra gagna, sem til umræðu voru á fundinum. Ekkert í drögum að framlögðu samkomulagi kæmi i veg fyrir það að selja umrædda sundlaug á samningstímanum standi vilji sveitarstjórnar til þess.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir