Grunnskólanum á Blönduósi var slitið í gær

Kristinn Brynjar Pálsson er hér fyrir miðju en með honum eru þeir Hilmar Þór Kárason og Kristinn J. Snjólfsson  Mynd:Húni.is

Grunnskólanum á Blönduósi var slitið í gær í Félagsheimilinu á Blönduósi að viðstöddu fjölmenni. Skólaslitin hófust á söng nemenda er tóku þátt í uppfærslu á söngleiknum „Fame“ í vetur. Þórhalla Guðbjartsdóttir, skólastjóri Grunnskólans, flutti ávarp og Atli Einarsson flutti ljóð en að því loknu voru bekkirnir kallaðir upp hver af öðrum ásamt umsjónarkennara sínum og vitnisburðir afhentir.

10. bekkingar luku grunnskólagöngu sinni og stefna nú á framhaldið og voru veitt nokkur verðlaun fyrir góðan námsárangur. Verðlaun úr Minningarsjóði Þorbjargar Bergþórsdóttur fyrir árangur í íslensku fengu þau: Anna Sigríður Valgeirsdóttir, Elín Hulda Harðardóttir, Guðlaug Ingibjörg Þorsteinsdóttir, Kristinn Brynjar Pálsson og Stefán Hafsteinsson. Verðlaun frá Danska sendiráðinu fyrir árangur í dönsku  og verðlaun frá skólanum fyrir bestu skólaeinkunn í 10. bekk hlaut Kristinn Brynjar Pálsson. Auk þess hlutu þeir Agnar Logi Eiríksson og Kristinn Brynjar Pálsson viðurkenningu frá skólanum fyrir einstaka hjálpsemi við uppákomur tengdar skólanum.
Myndir frá ýmsum uppákomum í skólanum má finna HÉR

/Húni.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir