Golfmótaröð barna og unglinga á Norðurlandi farin af stað
Fyrsta mótið í Norðurlandsmótaröð barna og unglinga fór fram sunnudaginn 21.júní á Dalvík í blíðsakaparveðri. Þáttakendur voru í kringum 70 og tókst mótið með miklum ágætum. 12 keppendur voru frá Golfklúbbi Sauðárkróks og stóðu þau sig öll með ágætum.
Keppt var í byrjendaflokki, í flokkum 11 ára og yngri, 12-13 ára og 14-16 ára.
Þau sem að náðu í verðlaunasæti í þessu móti voru:
11 ára og yngri - stelpur
1. Sæti - Matthildur Kemp Guðnadóttir
11 ára og yngri - strákar
1. Sæti - Elvar Ingi Hjartarson
14-16 ára - stelpur
3.Sæti - Elísabet Ásmundsdóttir
14-16 ára - strákar
2. Sæti - Ingvi Þór Óskarsson
Aukaverðlaun í vippkeppni
Þröstur Kárason
Elvar Ingi Hjartarson
Næsta mót í mótaröðinni verður haldið á Sauðárkróki 5.júlí n.k. – Nýprent Open
Í ágúst verða síðan mót á Ólafsfirði og Akureyri.
Hægt er að fylgjast með fréttum af unglingastarfi Golfklúbbs Sauðárkróks á gss.blog.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.