Góður sigur 2.flokks

Byrjunarlið dagsins  Mynd:Tindastóll.is

Tindastóll 2 - Fjarðabyggð/Leiknir/Huginn 1
Strákarnir í Tindastóli stóðu sig vel í gær þegar þeir sigruðu sameiginlegt lið Fjarðabyggðar/Leiknis/Hugins með tveimur mörkum gegn einu.

Það var fín skemmtun að fara á völlinn og sjá strákana spila enda hörkuleikmenn þar á ferð.  Tindastóll sótti meira í byrjun leiks og hefði getað sett mark en það hefðu líka gestirnir getað gert ef allt hefði fallið með þeim.  Liðin skiptust á að sækja en þó eins og áður hefur komið fram var Tindastólsliðið sterkara.

Fannar Freyr skoraði fyrsta mark leiksins og kom Tindastólsmönnum yfir 1-0.  Gestirnir voru þó ekki lengi að jafna eftir slæm mistök í vörn Tindastóls.  Fannar Freyr kom síðan sínum mönnum aftur yfir með góðu marki og þar við sat.  Tindastólssigur 2-1 og góð byrjun.

 

/Tindastóll.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir