Góður knattspyrnusigur

Í gær, sunnudag. spilaði m.fl.kvenna sinna fyrsta leik í Lengjubikarnum. Unnu þær sannfærandi 5-0 sigur á Hetti frá Egilsstöðum.

Fyrsta mark leiksins skoraði Þóra Rut, er hún lagði boltann laglega framhjá markverðinum eftir góða stungusendingu frá Höllu Mjöll.  Annað mark leiksins skoraði Rabbý með þrumskoti úr aukaspyrnu af um 25 metra færi.  Þriðja markið skoraði Halla Mjöll úr víti eftir að brotið hafi verið á Rabbý.  Fjórða mark leiksins skoraði Brynhildur eftir að lagði boltann í netið eftir góða fyrirgjöf.  Staðan í hálfleik var 4-0.  Fimmta og síðasta mark leiksins skoraði Laufey eftir að hún var nýkominn inn á sem varamaður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir