Góð heimsókn í Selasetrið

 

Börnin á Blágarði heimsóttu Selasetur Íslands

Í gær og fyrradag komu börn frá Blágarði  í heimsókn í Selasetrið á Hvammstanga.

 Krakkarnir sýndu selunum mikinn áhuga og fengu m.a. að halda á rostungstönnum. Að lokum sungu þau lagið Vorvindar glaðir fyrir starfsfólk Selasetursins og héldu svo út í sólina á vit ævintýranna. Vill starfsfólk Selaseturs koma á framfæri þakklæti til krakkana fyrir komuna með von um að þau komi fljótt aftur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir