Gaskútaræningjar gripnir sofandi
Í gær voru tveir menn gripnir sofandi í bíl við eyðibýli við veginn um Þverárfjall innan um tóma gaskúta. Lögreglumann grunaði að ekki væri allt með felldu.
Um klukkan hálf átta um morguninn átti lögreglumaður á frívakt leið um veginn og tók eftir bifreið við eyðibýlið. Á leið til baka rúmum tveimur tímum síðar var bíllinn enn á sama stað og ákvað lögreglumaðurinn að kanna málið. Kom hann þá að tveimur mönnum sofandi í bílnum innan um tíu glænýja 5 kg gaskúta. Var Lögreglunni á Sauðárkróki gert viðvart sem brást skjótt við og handtók hina svefndrukknu menn og voru þeir yfirheyrðir á Blönduósi í gær.
Þegar málið var kannað nánar kom í ljós að þarna voru á ferðinni góðkunningjar lögreglunnar af höfuðborgarsvæðinu. Gaskútar freista gjarnan þjófa en skilagjald er greitt fyrir þá sem kemur sér vel í kreppunni.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.