Fyrsti leikurinn hjá meistaraflokki kvenna

Meistaraflokkur kvenna Tindastóls/Neista spilar sinn fyrsta leik í kvöld á móti Draupni Akureyri. Fer leikurinn fram í Boganum á Akureyri og hefst klukkan 20.00.

 

Liðið er skipað ungum og efnilegum stúlkum úr Tindastóli og Neista Hofsósi og þjálfari er Jóhann M Jóhannsson. Stelpurnar eru í sterkum riðli þar sem þær þurfa að etja kappi við reynd lið úr kvennaboltanum.

 

Riðillinn er þannig skipaður:

 

1 FH 

2 Haukar 

3 ÍA

4 ÍBV

5 Tindastóll/Neisti 

6 Völsungur 

7 Draupnir

 

Fyrsti heimaleikurinn hjá Tindastól/Neista verður á mánudaginn 1. júní á Sauðárkróksvelli kl.13 og þá mæta allir og kvetja stúlkurnar áfram til sigurs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir