Fúsi og Silla á trúbadorakeppni
feykir.is
Skagafjörður, Listir og menning
21.04.2010
kl. 11.43
Skagfirðingarnir Fúsi Ben og Sigurlaug Vordís ætla að mæta til leiks á Trúbadorakeppni FM 957 sem haldin verður á Players í Kópavogi að kvöldi Sumardagsins fyrsta.
Á fésbókarsíðu sinni hvetur Sigurlaug Vordís alla þá sem verða í borginni og hafa ekki planað eitthvað annað að mæta. -Þetta er á milli 22:00 og 00:00 og það væri yndislegt að heyra ykkur klappa úti í sal, segir Sigurlaug Vordís.
Fleiri fréttir
-
Áfram slátrað í sláturhúsinu á Hvammstanga
Bændablaðið sagði frá því í dag á fréttavefnum sínum að slátrun hjá Sláturhúsi Kaupfélags Vestur-Húnvetninga (SKVH) á Hvammstanga verður með svipuðu sniði á þessu ári og verið hefur. Ákvörðun um að hætt yrði að slátra á Hvammstanga hafði aldrei formlega verið tekin en áform voru uppi um að slátruninni yrði hætt þar, sem liður í hagræðingu vegna kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska.Meira -
Opið fyrir skráningar á skákmótið á Blönduósi sem fer fram dagana 15.-21. júní
feykir.is Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, Lokað efni 21.03.2025 kl. 13.50 siggag@nyprent.isSkáksamband Íslands ætlar að bregða á leik í sumar í tilefni af 100 ára afmæli sínu segir á fréttavefnum huni.is. En haldið verður Icelandic Open - Opna Íslandsmótið í skák á Blönduósi dagana 15.-21. júní. Tefldar verða níu umferðir á sjö dögum í Krúttinu í gamla bænum. Skákhátíðin hefst með aðalfundi sambandsins sem fram fer laugardaginn 14. júní og lýkur með sterku hraðskákmóti, Blönduós Blitz, sem fram fer 22. júní. Búið er að opna fyrir skráningu í mótið. Góð verðlaun verða á mótinu og verða þau gerð opinber í vikunni. Alls konar skemmtilegir hliðarviðburðir fara fram mótinu samhliða en þeir verða auglýstir síðar.Meira -
Er í lagi með brunavarnirnar á þínu heimili?
feykir.is Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, Lokað efni 21.03.2025 kl. 13.34 siggag@nyprent.isÍ upphafi árs framkvæmdi HMS árlega skoðanakönnun um brunavarnir heimilanna. Í niðurstöðum könnunarinnar kemur fram að reykskynjarar eru á 96 prósent heimila landsins, helmingur þeirra landsmanna sem eru með slökkvitæki á heimilum sínum yfirfara tækin ekki og 45 prósent íbúða á leigumarkaði eru ekki með eldvarnarteppi. Niðurstöður könnunarinnar sýna að ástand brunavarna á heimilum er almennt gott. Einn eða fleiri reykskynjarar eru á 96 prósent heimila, 80 prósent heimila eru með slökkvitæki og 66 prósent með eldvarnarteppi.Meira -
Rækjupasta og bruschetta með tómötum | Matgæðingur Feykis
Matgæðingur vikunnar í tbl. 45, 2024, var Rakel Svala Gísladóttir, dóttir Gísla og Lýdíu í Drekahlíðinni á Króknum. Rakel Svala er þrítug og er búsett í Garðabæ ásamt Hilmari Ástþórssyni og Ástþóri Breka Hilmarssyni syni þeirra. Rakel starfar sem hjúkrunarfræðingur á miðstöð meltingalækninga.Meira -
Norðurbraut loks komin á sinn stað
Nú fyrir helgi tókst húsið Norðurbraut í Húnaþingi vestra á við enn eitt ferðalagið en það var reyndar ekki langt í þetta skiptið. Húsið er þekkt sem ein af fyrstu vegasjoppum landsins og stóð þá við vegamót Norðurlandsvegar og vegarins inn að Hvammstanga. Síðar var það flutt að Ásunum ofan Hvammstanga en síðsumars árið 2022 var því skellt á vörubílspall og flutt á athafnasvæði Tveggja smiða við höfnina á Hvammstanga. Nú var því skutlað smáspol innan bæjar þar sem það mun væntanlega standa til langs tíma.Meira
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.