Fulltrúar styðja millilandaflug til Akureyrar
feykir.is
Skagafjörður
31.03.2010
kl. 14.21
Tillaga Páls Dagbjartssonar þess efnis að Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar lýsi fullum stuðningi við þá baráttu sem nú á sér stað m.a. hjá Markaðsskrifstofu Norðurlands, að koma á beinu millilandaflugi til Akureyrar. var samþykkt samhljóða á sveitastjórnarfundi í gær.
Þá kvaddi Gunnar Bragi Sveinsson sér hljóðs undir þessum lið og minnti menn á að brátt renni út samningur við ríkið um flug á milli Sauðárkróks og Reykjavíkur. Benti Gunnar Bragi á mikilvægi þessa flugs fyrir ativnnulíf og ibúa svæðisins og skoraði hann því á atvinnu- og ferðamálanefnd að hafa frumkvæði að því að taka málið upp.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.