Fullt hús á tvennum afmælistónleikum

Hópurinn sem kom fram á tónleikunum. Mynd: Gunnar Rögnvaldsson.
Hópurinn sem kom fram á tónleikunum. Mynd: Gunnar Rögnvaldsson.

FISK Seafood bauð til afmælis- og jólatónleika í Miðgarði á sunnudaginn, í tilefni af 60 ára afmæli sínu. Fullt var á tvennum tónleikum, sem haldnir voru í Menningarhúsinu Miðgarði og skipulagðir af Viðburðaríkt ehf.

Á tónleikunum komu fram m.a. Þór Breiðfjörð, Valgerður Guðnadóttir og skagfirsku söngvararnir Sigvaldi Helgi Gunnarsson, Íris Olga Lúðvíksdóttir, Malen og Bergrún Sóla Áskelsdætur ásamt tveimur ungum og upprennandi söngvurum, þeim Jóni Hjálmari og Hafsteini Mána. Þá söng Karlakórinn Heimir nokkur lög, undir stjórn Stefáns Gíslasonar, við undirleik Thomasar Higgersonar. Einsöng með kórnum söng Ari Jóhann Sigurðsson.

Skagfirsk hljómsveit, undir stjórn Stefáns Gíslasonar og Einars Þorvaldssonar, lék undir. Auk Stefáns og Einars var hún skipuð þeim Margeiri og Jóhanni Friðrikssonum, Berglindi Stefánsdóttur og Sigurgeir Agnarssyni.  

Tónleikarnir voru skipulagðir af Áskeli Heiðari Ásgeirssyni hjá Viðburðaríkt. Guðbrandur Ægir Ásbjörnsson sá um ljós og sviðsmynd en Sigfús Benediktsson um hljóð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir