Fuglaskoðun

Um síðustu helgi var efnt til fuglaskoðunardags við Áshildarholtsvatn við Sauðárkrók í boði Náttúrustofu Norðurlands. Hist var við fuglaskoðunarskiltið sem staðsett er við norðurenda vatnsins en þar eru myndir og upplýsingar um þá fugla sem hafa fasta búsetu á vatninu yfir sumartímann.

Við Áshildarholtsvatn er að finna allt að 13 andategundir auk annara fugla sem verpa nærri vatninu.  Vatnið og bakkar þess eru friðaðir en það voru ábúendur við vatnið sem sameinuðust um friðunina sem hefur skilað sér í fjölbreyttu fuglalífi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir