Frumsýnt á Blönduósi í kvöld

Þá er komið að frumsýningu Leikfélags Blönduóss á gamanleiknum Á svið, eftir Rick Abbot. Margir nýir leikarar koma við sögu.

Á svið er gamanleikur um áhugaleikfélag sem er að setja á svið dramatískt leikrit eftir nýbakað leikskáld og eins og oft vill vera gengur á ýmsu í samskiptum manna á milli. Leikstjóri sýningarinnar er Guðjón Sigvaldason. Sýnt er í Félagsheimilinu á Blönduósi og byrjar frumsýningin kl. 20.30.

  • Næstu sýningar:
  • 2. sýning sunnudaginn 28.mars kl.16.00
  • 3. sýning þriðjudaginn 30.mars kl.20.00
  • 4. sýning miðvikudaginn 31.mars kl.20.00
  • 5. sýning fimmtudaginn 1.apríl kl.16.00 (skírdagur)
  • 6. sýning laugardaginn 3.apríl kl.20.00
  • 7. sýning mánudaginn 5.apríl kl.16.00 (annar í páskum)

Miðapantanir á frumsýningu í síma 847 1852 á milli kl. 16 og 18 föstudaginn 26. mars.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir