Fréttir úr Verinu

Sú var tíðin að íslenskir sjómenn réru á sjó úr veri. Nú með hækkandi sól sækir ungt og efnilegt fólk í Verið á Sauðárkróki. Hólamenn hafa löngum fengið góða gesti yfir sumartímann og jafnvel farið með þeim um vatnasvæði Íslands í sýnatökur og skoðunarferðir. Nú sækja fleiri en bara Hólamenn í Verið.

 

Eins og kunnugt er hóf Líftæknismiðja Matís starfsemi með formlegri opnun í Verinu á Sauðárkróki í nóvember á síðastliðnu ári. Þá voru starfsmenn Matís í smiðjunni tveir og frá þeim tíma hefur starfsmönnum Matís fjölgað um tvo. Þá eru komin til starfa yfir sumartímann þrír námsmenn, sem munu vinna með fyrirtækjum í Skagafirði. Þar til viðbótar hefur sú Líftæknismiðjan nú þegar það aðdráttarafl að tveir starfsmenn Matís sem að öllu jöfnu starfa á Gylfaflöt í Reykjavík eru nú komnir í Verið til viðbótar öllu því góða fólki sem þar er fyrir, þó til skamms tíma sé, en það er þó alltaf byrjunin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir