Franch Michelsen úrsmíðameistari látinn

Franch Michelsen úrsmíðameistari lést í gærmorgun eftir stutt veikindi. Franck var 95 ára, en hann fæddist á Sauðárkróki þann 31. desember árið 1913. Franck lætur eftir eiginkonu og sex börn á lífi.
 
Saga úraverslunar Franch Michelsen úrsmíðameistara spannar nær heila öld en fyrsti Michelsen úrsmiðurinn, J. Frank Michelsen stofnaði fyrirtæki kennt við sig 1. júlí árið 1909. Nú situr sonarsonur hans, Frank Ú. Michelsen við stjórnvölinn.
 
J. Frank Michelsen kom til landsins í föruneyti Friðriks konungs VIII árið 1907. Hann hafði frétt að hér vantaði úrsmið svo hann settist að hér og stofnaði síðar sitt eigið fyrirtæki á Sauðárkróki árið 1909. Sonur hans, Franch Michelsen, fór til úrsmíðanáms í Danmörku og starfaði að því loknu hjá konunglega hirðúrsmiðnum Carl Jonsén í Kaupmannahöfn. Þegar nasistar hertóku Danmörku sneri hann heim til Íslands og opnaði árið 1943 verslun í Reykjavík. Verslanirnar sameinuðust 1946 er J. Frank Michelsen flutti suður og störfuðu þeir feðgar saman uns J. Frank féll frá 1954.

Franck hélt alla tíð mikilli tryggð við Sauðárkrók og Skagafjörð og var mikill vinur okkar hér á Feyki. Feykir færir fjölskyldu hans samúðarkveðju.

 Heimild; Mbl.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir