Framtíð Sparisjóðs Skagafjarðar (Afls sparisjóðs) tryggð
Aðalfundur Afls Sparisjóðs fór fram í síðustu viku og segir Kristján Snorrason, útibússtjóri Sparisjóðs Skagafjarðar, að niðurstaða
fundarins sé sú að framtíð sjóðsins sé trygg án þess að leita þurfi á náðir ríkisins. Það þýðir að eign stofnfjáreigenda sjóðsins verði ekki
niðurfærð.
Tap varð á rekstri sjóðsins rekstrarárið 2008 upp á 805,6 milljónir og var þá búið að taka til hliðar 1055 milljónir í almennar og sértækar
afskriftir sem nota á til þess að mæta hugsanlegum áföllum. Er þessi milljarður því ekki endilega tapað fé.
Þann 28. mars sl. var stofnfé í sjóðnum aukið um 500 milljónir og er cad hlutfall sjóðsins því 10% en lágmarks cad hlutfall samkvæmt skilyrðum FME er 8%. -Þetta þýðir í
raun að reksturinn er tryggður og við munum ekki þurfa og ætlum ekki að leita á náðir
ríkisins. -Eigið fé sjóðsins er rúmur milljarður og á Sparisjóðurinn því að vera vel í stakk búinn næstu ár hvað reksturinn varðar.
Næsta mál á dagskrá verður því að fara að leita að framtíðar húsnæði fyrir sjóðinn.
Kaupþing tók yfir 90% eignarhald Sparisjóðs Mýrarsýslu í Afli Sparisjóð en að sögn Kristjáns mun það þó ekki breyta neinu í daglegum rekstri
sjóðsins. Hann verði áfram rekinn sem sjálfstætt fyrirtæki með hagsmuni eigenda og íbúa viðskiptasvæðisins að leiðarljósi.
Sparisjóðurinn mun alveg á næstunni auglýsa aukningu á stofnfé til núverandi eigenda annarra en Kaupþings sem nemur helmingi af þeirri upphæð sem hver stofnfjáreigandi á fyrir.
Í stjórn Afls Sparisjóðs eru nú;
Gunnar Sigvaldason, Ólafsfirði.
Sigurjón Rúnar Rafnsson, Skagafirði.
Þórdís Úlfarsdóttir,
Þorbergur Guðjónsson
Jóhanna Birgisdóttir öll frá Kaupþingi.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.