Framsagnarkeppni grunnskólanna í Húnavatnsþingi
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
17.03.2010
kl. 11.08
Á morgun 18. mars fer fram lokahátíð Framsagnarkeppni grunnskólanna í Húnavatnsþingi þar sem nemendur 7. bekkja í byggðalaginu sem unnu forkeppnina í sínum skóla, lesa brot úr skáldverki og ljóð.
Tilgangur keppninnar er að glæða tilfinningu og metnað húnvetnskra grunnskólanema fyrir íslensku máli og framsögn.
Skáld keppninnar að þessu sinni eru Ármann Kr. Einarsson og Þorsteinn frá Hamri. Keppendur munu lesa úr verkum þeirra, sem og ljóð að eigin vali. Að keppni lokinni mun dómnefnd velja þrjá bestu upplesarana og veita verðlaun.
Keppnin fer fram í félagsheimilinu Fellsborg á Skagaströnd og hefst kl. 16:00.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.