Framleiðendur Roklands leita að leikurum

Ólafur Darri við tökur á Roklandi sl. vetur

Framleiðendur Roklands í samvinnu við Leikfélag Sauðárkróks leita þessa dagana að áhugasömum leikurum á öllum í smáhlutverk auk aukahlutverka án rullu en Rokland verður tekin upp á Sauðárkróki nú í ágúst.
Er áhugasömum bent á að mæta í Leikborg mánudaginn 8. júní klukkan 19:00 skila inn nafni og símanúeri auk þess að koma í myndatöku. Þeir sem síðan í framhaldinu hafa óseðjandi leiklistaráhuga geta staldrað við og tekið þátt í aðalfundi Leikfélagsins sem byrjar klukkan 20:00.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir