Fornverkaskólinn með heimasíðu
feykir.is
Skagafjörður
18.03.2010
kl. 09.08
Fornverkaskólinn í Skagafirði hefur opnað heimasíðu þar sem hægt er að nálgast upplýsingar um námskeið og viðburði, tengla, aðra starfsemi og skoða myndir.
Fornverkaskólinn er einnig kominn á Facebook og eignaðist yfir 100 vini fyrstu 2 sólarhringana. Þeim fer fjölgandi svo útséð er að margir vilja forvitnast um hvað verið er að gera.
Fornverkaskólinn er samstarfsverkefni Byggðasafns Skagfirðinga, Tréiðnaðardeildar Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra og Ferðamáladeildar Háskólans á Hólum.
Heimasíðuna finnur þú á slóðinni http://www.fornverkaskolinn.is/
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.