Formlegt tilboð frá KS

Kaupfélag Skagfirðinga hefur sent byggðaráði erindi þar sem  lýst er vilja til að byggja lokaáfanga Árskóla. Jafnframt býðst kaupfélagið til að lána að fullu fjármagn er þarf á byggingartímanum án vaxtaendurgjalds

Meirihluti byggðarráðs fagnaði á fundi sínum framkomnu tilboði kaupfélagsins og þakkaði um leið þann áhuga er félagið sýnir uppbyggingu skólamála í héraði. Þá var sveitarstjóra ásamt forseta sveitarstjórnar og formanni byggðarráðs falið að ræða við tilboðsgjafa um málið og hvað í tilboði félagsins felst.

Páll Dagbjartssin óskaði bókað að hann vísaði í fyrri yfirlýsingar sínar þess efnis að frekari lántöku af hálfu sveitarfélagsins kæmu að hans mati ekki til greina að svö stöddu. Telur Páll að þar skipti engu máli hver lánskjörin séu því öll lán þurfi að greiða til baka. Tók Páll því ekki afstöðu til erindis KS.
Bjarni Jónsson óskaði bókað að hann teldi að sveitarfélagið hefði ekki bolmagn til þess að ráðst í viðbótarlántöku af þeirri stærðargráðu sem erindið tæki til.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir