Foreldraverðlaunin á Blönduós

Frá verðlaunaafhendingu. Mynd: Heimiliogskóli.is

Í gær þann 4. júní veittu Heimili og skóli – landssamtök foreldra hin árlegu „Foreldraverðlaun“. Leitað var eftir tilnefningum um einstaklinga, fyrirtæki, stofnanir, sveitarfélög eða skóla á leik-. grunn- og framhaldsskólastigi sem stuðlað hafa að árangursríkum leiðum eða verkefnum til að efla samstarf foreldra og kennara

Grunnskólinn á Blönduósi og Fræðsluskrifstofa A- Húnavatnssýslu hlutu „Foreldraverðlaunin“ að þessu sinni en skólinn var tilnefndur fyrir verkefnið "Tökum saman höndum" sem er samstarfsverkefni fræðslustjóra Guðjóns E. Ólafssonar, skólans, nemenda á unglingastigi og foreldra þeirra. Markmið verkefnisins er að bæta líðan og námsárangur nemenda í unglingadeild grunnskólans á Blönduósi.

Í ár bárust 38 tilnefningar og auk foreldraverðlauna voru auk þess veitt hvatningarverðlaun fyrir verkefni sem dómnefnd telur að muni skila árangri til framtíðar þau verðlaun hlaut samstarfsverkefni Kópavogsskóla og Gjábakka. Markmið verkefnis er að brúa bilið á milli kynslóða. Verðlaunin dugnaðarforkur komu í hlut Bjargar Þorvaldsdóttur deildarstjóra sérkennslu við Nesskóla Neskaupsstað.

-Við erum öll ákaflega stolt og ánægð með þessa miklu viðurkenningu,segir á heimasíðu Blönduskóla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir