Fjórir úr ritnefnd Húnavökuritsins sæmdir starfsmerki UMFÍ
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla, Íþróttir
26.03.2010
kl. 09.40
Á ársþing USAH sem haldið var fyrir skömmu voru 4 ritnefndarmenn Húnavökuritsins sæmdir starfsmerki UMFÍ. Þetta voru þeir Guðmundur Unnar Agnarsson, Jóhann Guðmundsson, Magnús B. Jónsson og Páll Ingþór Kristinsson.
Allir voru þeir staddir á þinginu utan Unnars en Aðalbjörg Valdimarsdóttir formaður USAH tók við hans merki fyrir hans hönd.
Nú í vor kemur út 50. árgangur Húnavökuritsins en árið 1961 leit fyrsti árgangurinn dagsins ljós. Ritið kom upphaflega út í tengslum við Húnavökuhátíðina sem USAH stóð fyrir lengi vel í apríl ár hvert. Útgáfa ritsins hefur alla tíð verið í nafni USAH. Ritstjóri Húnavökuritsins er Ingibergur Guðmundsson á Skagaströnd
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.