Fjórða safnið til skráningar hjá Skjalasafninu

Starfsfólk Skjalasafnsins: Pétur Víglundsson, Kristín Jónsdóttir, Guðný Guðmarsdóttir og Steinunn Hlöðversdóttir

Héraðsskjalasafn Skagfirðinga vinnur enn að skráningu skjalasafna fyrir Þjóðskjalasafn Íslands en því verkefni var komið á snemma árs 2008 sem mótvægi ríkisstjórnarinnar vegna þorskkvótaniðurskurðar.

Skjöl sýslumanna sem skráð eru hjá Skjalasafni Skagfirðinga

Verkefnið er tvíþætt, annars vegar er um að ræða innslátt á manntölum og hins vegar skráningu skjalasafna. Nú nýlega kom í hús, safn númer 4 sem eru skjalasöfn sýslumanna og bíða þess að verða skráð. Að sögn starfsmanna Skjalasafnsins er sumt mjög illa farið og erfitt að lesa út úr þeim gömlu og oft mygluðu skjölum sem geyma upplýsingar liðinna tíma.

Eins og sjá má eru sum skjölin illa farin

Upphaflega var verkefnið til tveggja ára og 8 km langur brettastafli sem beið skráningar en eitthvað hefur lengdin styst og telst nú í hundruðum metra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir