Fjölskylduganga hjá Ferðafélaginu

Laugardaginn 20. júní stendur ferðafélagið fyrir fjölskyldugönguferð frá Gilsbakka að Skatastöðum. Lagt verður í hann frá Gilsbakka klukkan 11 um morguninn.

Ferðatilhögunin verður á þessa leið. Þátttakendur koma sér sjálfir í Gilsbakka þar sem gangan hefst. Þaðan er gengið sem leið liggur í Ábæ.Frá Ábæ er gengið að kláfnum við Skatastaði og farið yfir Jökulsá eystri á kláfnum. Hópurinn er síðan sóttur í Skatastaði og honum ekið í Varmahlíð
 þar sem ferðinni lýkur.

Þetta er þægileg fjölskylduganga í fallegu umhverfi, um það bil 13-14  km. Meðal annars er gengið yfir Merkigilið margfræga, en greið og góð gönguleið er yfir það.Lagt verður af stað frá Gilsbakka kl. 11:00.

Verð er 2.500 kr. fyrir 15 ára og eldri en frítt fyrir þá sem yngri eru.

 
Fararstjóri er Bjarni Maronsson.Þátttöku skal tilkynna til Pálínu í síma 865 5309 fyrir miðvikudaginn 17. júní.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir