Fjölgaði um 30% hjá Léttfeta

Á aðalfundi hestamannafélagsins Léttfeta sem haldinn var síðastliðinn föstudag voru skráðir 64 nýjir félagar. Pétur Grétarsson nýr í varastjórn.

Þó fundurinn hafi ekki verið fjölmennur voru nýskráningarnar þær mestu sem hafa verið hingað til en mest voru það börn og unglingar sem gerðust Léttfetafélagar og má þakka öflugu barna og unglingastarfi félagsins þennan áhuga unga fólksins.

Sama stjórn var kosin áfram en í henni sitja:

Guðmundur Sveinsson formaður, Jón Geirmundsson ritari, Ragnar Pálsson, gjaldkeri, Stefán Reynisson og Hörður Þórarinsson meðstjórnendur.

Rekstur félagsins gekk vel á síðasta ári og skilaði hann félaginu hagnaði upp á tæp 694 þús. króna. Eigið fé félagsins er upp á 15,6 milljónir kr. og skuldir samtals rúmar 617 þús. kr.

Á fundinum gerði formaður, sem einnig er í Landsmótsnefnd, grein fyrir gangi undirbúnings fyrir Landsmótið og gengur hann vel. Miklar framkvæmdir hafa staðið yfir sem auka gæði þjónustu s.s. vatnsmásl og rafmagn fyrir allt svæðið en bara þetta tvennt kostar um 15 milljónir. Þá kom fram að vikur sem settur verður á vellina kostar að lámarki 8 milljónir kr.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir