Fjöldi barna í Sumar-Tím
Alls eru skráð um 220 börn í Sumar-TÍM á Sauðárkróki en það mun vera nálægt 95% allra barna staðarins á því aldursskeiði sem námskeiðið er sniðið fyrir. Boðið er upp á alls 8 íþróttagreinar og 25 námskeið af ýmsum toga í sumar.
Þrír hópstjórar ásamt 14 aðstoðarmönnum úr vinnuskólanum sjá til þess að allt gangi upp og samkvæmt Ingva Hrannari verkefnastjóra Sumar-Tím hefur starfið farið vel af stað og jafnvel framar vonum. Starfið er sniðið að hvatapeningakerfinu sem gerir ráð fyrir því að börn stundi 2 íþróttagreinar og 1 námskeið hið minnsta. Námskeiðunum lýkur klukkan 3 á daginn og geta börn og foreldrar þeirra farið frítt í sund milli 3 og 4.
Nýtt skráningarkerfi var tekið í notkun sem að sögn Ingva hefur auðveldað alla vinnu fyrir skipuleggjendur ekki síður en foreldra. Hægt er að fylgjast með starfseminni og fá allar upplýsingar á slóðinni sumartim.bloggar.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.