Fjarðarins bestu lummur verðlaun í boði

Feykir og Lummunefndin minna alla þá sem luma á ljúffengum lummuuppskriftum að senda þær inn í lummukeppni Skagfirðinga en þeir sem senda inn uppskriftir munu baka sínar lummur fyrir dómnefnd á sjálfan Lummudaginn. Vegleg verðlaun eru í boði fyrir bestu uppskriftina auk þess að sjálfsögðu heiðurinn af því að baka fjarðarins bestu lummur.

Uppskriftir er hægt að senda í tölvupósti á Feykir@feykir.is en eingöngu þeir sem senda inn uppskrift geta tekið þátt í lummukeppninni.

 

Verðlaunin í fyrstu verðlaun  eru :

Gjafabréf í KS fyrir 8.000 krónur

Gjöf frá Tánni

Gjöf frá Kúnst

Ferðafélag Skagfirðinga gefur 2 miða í ferðina næstkomandi 25. júlí

Út að borða fyrir 2 á Sólvík ( 6 rétta tælensk máltíð)

Leikfélag Sauðárkróks gefur 2 miða á næstkomandi sýningu

2 mánaða áskrift af Feyki

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir