Félagsmót hestamannafélagsins Léttfeta og úrtaka fyrir fjórðungsmót

Verður haldið á félagssvæði Léttfeta (Fluguskeiði) á Sauðárkróki, laugardaginn 13.júní og hefst það kl: 10:00 á forkeppni í A-flokki.  Félagsmótið er einnig úrtaka fyrir Fjórðungsmót á Vesturlandi.

Skráning verður þriðjudagskvöld 9.júní, miðvikudagskvöld 10.júní og fimmtudagskvöld 11.júní milli kl. 20 og 22 hjá Pétri: 863-5653, Ingólfi: 881-9819 og Guðmundi: 895-6409.
Greinar: A og B-flokkur, barna, ungl og ungmenna-flokkar.
Skráningargjald kr. 1.000,-
Gefa þarf upp nafn og kennitölu knapa og hests.
ATH! Allir keppnishestar skulu skráðir í Worldfeng.
 
Haldið verður fræðslukvöld fimmtudagskvöldið kl.19:30 um keppnisreglur og dóma, ef næg þátttaka fæst.  Skráningar þriðjudagskvöld milli kl. 19 og 21 hjá Brynjólfi: 865-0946.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir