Fálka komið til bjargar

Þorsteinn Sæmundsson með fálkann. Mynd: Náttúrustofa Norðurlands vestra

Mánudaginn 22. júní fundu starfsmenn Akureyrarseturs Náttúrufræðistofnunar Íslands fálka við veginn rétt norðan við Tjarnir í Sléttuhlíð, í Skagafirði.

 

Fálkinn á leið í borg óttans. Honum verður vonandi sleppt fljótlega heima í firðinum fagra.

 Þeir gerðu Náttúrustofu Norðurlands vestra viðvart og kom starfsmaður Náttúrustofunnar með búr sem fuglinn var settur í og fluttur á Sauðárkrók. Þar var fuglinn skoðaður og er greinilegt að hann hefur lent í grút. Fuglinn var þrekaður þegar hann fannst og hoppaði um en náði sér ekki á flug. Hann hresstist nokkuð fljótt eftir að honum hafði verið gefið að éta og eftir nætuhvíld virtist hann nokkuð sprækur. Fuglinn var sendur til Reykjavíkur og verður hlúð að honum í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum og vonandi verður hægt að sleppa honum aftur í Skagafirði fljótlega.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir