Erfiður dagur hjá m.fl. kvenna

Byrjunarlið dagsins. Mynd:Tindastóll.is

M.fl. kvenna lék sinn fyrsta leik í 1. deild kvenna á þessu tímabili.  Lið ÍBV kom í heimsókn og fór heim með 3 stig og 11 mörk í bakpokanum. Það var vitað fyrir leikinn að hann yrði heimastelpum erfiður.  ÍBV lék í efstu deild á sl. leiktíð og er spáð sigri í 1. deildinni  í ár.  Í liði ÍBV eru margir mjög góðir leikmenn og það var aldrei spurning hvort væri betra liðið á vellinum.

Byrjunarlið Tindastóls í dag var þannig: Sigurbjörg, Guðný Þóra, Guðrún Jenný, Hrafnhildur, Brynhildur Ósk, Hjördís, Gyða Valdís, Rabbý, Snæbjört, Svava Rún og Helga Rakel.

Það voru ekki liðnar nema 2 mínútur af leiknum þegar Eyjastúlkur skoruðu sitt fyrsta mark, gullfallegt mark, fast skot, óverjandi fyrir annars góðan markvörð Tindastóls/Neista, Sigurbjörgu Marteinsdóttur.  Síðan komu mörkin svona á færibandi með nokkuð góðu millibili allan leikinn.  Þegar upp var staðið höfðu gestirnir skorað 11 mörk og haldið sínu marki hreinu.

/Tindastóll.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir