Enn slær Örk í gegn

Aðalfundur félags kúabænda í Skagafirði var haldin á dögunum Við það tækifæri voru afhentir bikarar fyrir afurðahæstu kýrnar í Skagafiðri á liðnu ári. Það var kostakýrin Örk Almarsdóttir frá Eggi í Hegranesi sem var afurðahæst.
Örk var einnig afurðahæsta kýr landsins en hún mjólkað 12.174 kg á liðnu ári. Hún var einnig í efsta sæti yfri landið árið á undan en þá mjólkaði hún 12.851 kg. Örk er 12 ára gömum og hefur því sýnt frádæma endingu ásamt því
að gefa af sér miklar afurðir. Þess má geta að Egg var þriðja afurðahæsta bú landsins árið 2009. Önnur afurðahæsta kýrin var Panda frá Keldudal og í þriðja sæti var Frostrós frá Ytri-Hofdölum. Þyngsta nautið var eins og oft áður frá Hamri, vó 390 kg.
Gestur fundarins var framkvæmdarstjóri Landssambands kúabænda, Baldur Helgi Benjamínsson. Baldur fór yfir stöðuna í framleiðslu- og markaðsmálum nautgripabænda. Einnig bar lánamálin á góma en ljóst er að hægt gengur í samningum kúabænda og bankanna eftir hrun bankakerfinsins. Mikil uppbygging hefur verið í mjólkurframleiðslu í Skagafirði á undangengnum árum og skuldir kúabænda því verulegar.
Valdimar Sigmarsson lét af embætti formanns eftir 6 ára setu í sjórn, þar af 4 sem formaður. Voru honum þökkuð góð störf. Nýr formaður var kjörinn Guðrún Lárusdóttir í Keldudal. Auk þess sitja i stórninni Ingibjörg Hafstað, Ómar Jensson, Jón Kjartansson og Róbert Jónsson sem kom nýr í stjórn.
Fyrsta verk nýkjörinnar stjórnar er að skipuleggja fræðslu- og skemmtiferð kúabænda um Vesturland dagana 10.- 11. apríl næstkomandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir