Enn finnur Sigurbjörg furðufisk.

Vogamærin og Sigurbjörg í flæðarmálinu

Sigurbjörg Kristjánsdóttir er fundvís á furðufiskinn Vogmær en sl.sumar fann hún tvenna slíka. Í ár hefur hún þegar rekist á eina Vogmær en að þessu sinni var fiskurinn lifandi.

 

Sigurbjörg kom Vogamærinni til hafs á ný

Var Náttúrustofu gert viðvart og kom starfsmaður til þess að skoða fiskinn sem reyndist vera 156 cm langur. Vogmær getur þó orðið þriggja metra löng. Eftir skoðun hjálpaði Sigurbjörg fisknum aftur út fyrir grynningar og hvarf Vogmærin út til hafs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir