Enga hunda á leikskólalóðir
feykir.is
Skagafjörður
19.06.2009
kl. 08.25
Hjá leikskólum Skagafjarðar hefur nokkið borið á því að hundar eða öllu heldur eigendur þeirra hafið skilið eftir sig hundaskít á lóðum leikskólanna. Það þarf vart að taka það fram að slíkar minjar eru afar óskemmtilegar þar sem litlir fætur og fingur eru að leik.
Í tilkynningu frá sveitafélaginu eru hundaeigendur því vinsamlega beðnir um að sýna þessum yngstu borgurum þá virðingu að koma ekki með hunda inn á leikskólalóðirnar.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.