Elín Líndal nýr formaður SSNV
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
11.06.2009
kl. 09.29
Gunnar Bragi Sveinsson þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi hefur óskað eftir lausn frá störfum sem formaður stjórnar Sambands sveitarfélaga á Norðvesturlandi og hefur Elín Líndal varaformaður tekið við formennskunni.
Samkvæmt samningi sem lá fyrir milli sveitarfélaga sem eiga aðild að SSNV átti formennskan að færast frá Skagfirðingum til Vestur Húnvetninga á aðalfundi SSNV í apríl en fundinum var frestað sökum alþingiskosninga.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.