Ekki lengur fjárveitingar til héraðsvega

Frá Haganesvík

Vegagerðin hefur uppi áform um að  fella út af vegaskrá eftirtalda vegi: Haganesvíkurveg frá Siglufjarðarvegi við Ysta-Mó að Vík í Haganesvík, veginn austan Sléttuhlíðarvatns frá Siglufjarðarvegi að Hrauni norðanfrá, Bæjarveg frá Vogum að Bæ á Höfðaströnd og Deildardalsveg frá Stafnshóli að Skuggabjörgum.

Kom þetta fram á fundi Umhverfis og samgöngunefndar Skagafjarðar sl. föstudag. Á fundinn mætti Víglundur Rúnar Pétursson frá Vegagerðinni en Víglundur kynnti fyrir nefndinni helstu  breytingar og nýmæli sem tóku gildi með nýjum vegalögum nr. 80/2007.
Ekki eru lengur sérstakar fjárveitingar til héraðsvega, (áður safnvegir). Fjárhæð sem veitt er nú til þjónustu allra vega í umdæminu er ein upphæð sem útdeilt er í umdæmisskrifstofu Vegagerðarinnar í Borgarnesi. Fjárhæðinni er skipt eftir umferðarþunga og lengd vega. Héraðsvegir eru þeir vegir sem áður voru safnvegir og tengivegir styttri en 10 km. Áformað er samhliða nýframkvæmd á Skagafjarðarvegi að leggja reiðleið með veginum frá Héraðsdalsvegi að Starrastöðum og frá Hafgrímsstöðum að Sölvanesvegi.
Umhverfis- og samgöngunefnd lýsti á fundinum undrun sinni á því að ákvarðanir um að fella af vegskrá áður nefnda vegkafla hafi verið teknar  án nokkurs samráðs við Sveitarfélagið eða landeigendur. Óskað er eftir að Vegagerðin hafi samráð við heimamenn við slíka ákvarðanatöku

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir