Drangey og Málmey aflahæstu togarar febrúarmánaðar

Þetta var kannski aldrei spurning, segir á Aflafréttum.is en þar er verið að tala um skagfirsku togarana  Drangey og Málmey sem settust á topp lista yfir aflahæstu skip landsins fyrir febrúarmánuð.

Heildarafli Drangeyjar var 811,1 tonn í fjórum veiðitúrum en mestur afli einstaks túrs var 243,8 tonn. Í öðru sæti situr Málmeyjan með heildarafla upp á 762,9 tonn, einnig í fjórum veiðiferðum en mestur afli í einum túr var 214,9 tonn. Í kjalsoginu koma svo Björgvin EA frá Dalvík með 743,5 tonn í sex veiðiferðum og Björg EA frá Akureyri með 705,2 tonn í fimm veiðiferðum.

Sjá nánar HÉR.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir