Drangey aflahæst togara í mars

Drangey SK2. Mynd: PF
Drangey SK2. Mynd: PF

Togari Fisk Seafood á Sauðárkróki, Drangey SK 2, heldur áfram að fiska vel og var aflahæstur allra togara landsins í mars, annan mánuðinn í röð. Heildaraflinn var 1188,4 tonn í sjö löndunum en Drangey var ein þriggja togara sem fóru yfir eitt þúsund tonnin. Á Aflafréttum.is kemur fram að stærsti túrinn hafi verið fullfermi eða 247 tonn og vekur athygli hversu stuttur hann var.

Túrinn sá stóð aðeins í um þrjá og hálfan sólarhring sem gerir um 71 tonn á dag. Ágúst Ómarsson skipstjóri sagði í samtali við Aflafréttir að þeir hefðu fengið beiðni um að koma með fullt skip því Málmey SK hafði bilað smávægis.

Ágúst segir mokveiði hafa verið allan sólarhringinn þennan stutta túr og þurfti hann og Bárður Eyþórsson, stýrimaður, að vera með athyglina í góðu lagi á meðan á þessari mokveiði stóð. Þá á áhöfnin sinn þátt í velgengninni því aflinn hefði aldrei náðst um borð, að mati Ágústs, nema áhöfnin væri samstillt og væri vel vinnandi saman. 

Sjá umfjöllun Aflafrétta HÉR.

Tengd frétt: Drangey og Málmey aflahæstu togarar febrúarmánaðar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir