Deiliskipulag samþykkt á Blönduósi

Engar athugasemdir bárust á auglýsingartíma um deiliskipulag við Skúlabraut, Smárabraut og Sunnubraut á Blönduósi og minniháttar breyting var gerð á deiliskipulaginu eftir auglýsingu.

Gildandi aðalskipulag gerir ekki ráð fyrir íbúðarbyggð norðaustan við núverandi byggð við Skúlabraut og er því fyrirhuguð raðhúsalóð milli Skúlabrautar og Ennisbrautar felld út. Til einföldunar eru eldri raðhúsalóðir norðan Skúlabrautar jafnframt felldar út sem hluti af skipulagi þessu.

Bæjarstjórn Blönduóss samþykkti á síðasta fundi sínum  að senda Skipulagsstofnun deiliskipulagið með ósk um að það verði auglýst í B- deild Stjórnartíðinda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir