Dagskrá sjómannadagsins á Skagaströnd
Sjómannadagurinn á Skagaströnd verður haldinn hátíðlegur laugardaginn 6. júní. Margt verður í boði en dagskráin hefst kl. 10:30 með skrúðgöngu og endar með stórdansleik í Fellsborg um kvöldið.
Kl. 10:30 Skrúðganga frá höfninni til kirkju. Fjölmennum í skrúðgönguna til þess að halda þessari skemmtilegu hefð við, og gefa þessum degi hátíðlegan blæ.
Kl. 11:00 Sjómannamessa í Hólaneskirkju. Söngur í þessari athöfn er í höndum kórs sjómanna. Að messu lokinni verður lagður blómakrans við minnismerki
drukknaðra sjómanna til að heiðra minningu þeirra.
Kl. 13:15 Skemmtisigling. Foreldrar eru hvattir til að fjölmenna með börn sín.
Kl. 14:00 Skemmtun á Hafnarhússplani. Kappróður – leikir.
Kl. 15:30 Kaffisala Kaffisala í Fellsborg og Ásta Eggertsdóttir verður með
sölusýningu á olíumálverkum frá kl. 15:30-18:30.
Kl. 23:00 Stórdansleikur í Fellsborg. Hljómsveitin Ingó og veðurguðirnir leika fyrir dansi.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.