Canon-dagur í Tengli

Starfsmenn Tengils og Sense verða í dúndurstuði í endurbættri verslun Tengils í Kjarnanum á Sauðárkróki laugardaginn 20. mars á Canon-deginum. Þar verður margt spennandi í gangi allan daginn, m.a. ljósmyndamaraþon og keppni í Guitar Hero og FIFA svo eitthvað sé nefnt. Þátttakendur eiga möguleika á að vinna til veglegra verðlauna.

Þá geta gestir mætt í verslun Tengils með mynd í farteskinu og fengið hana útprentaða. Sérfræðingar veita ráðleggingar um val á myndavélum, linsum, prenturum, pappír og tölvum svo fátt eitt sé nefnt. Klikkuð tilboð verða í gangi allan daginn og óhætt að fullyrða að vöruúrvalið hefur tekið miklum stakkaskiptum.

Ljósmyndamaraþon verður haldið og hátíðlegt að vanda. Það eina sem þú þarft að gera er að mæta með stafrænu myndavélina þína í verslun Tengils á milli kl. 11-12 á laugardaginn og skrá þig til leiks. Þar færð þú allar upplýsingar um myndefni og leikreglur maraþonsins.

Nýjung verður í ár því Tengill stendur nú fyrir PlayStation-keppni. Keppt verður í Guitar Hero og FIFA 2010. Skráning hefst kl. 11:00. Vegleg verðlaun í boði - það verður enginn svikinn af þessari keppni.

Græjuleikur Tengils verður í gangi þar sem fjöldi veglegra vinninga er í boði. Má þar nefna gjafabréf, prentara, mýs, leikjakort, minniskort og margt fleira. Eina sem þarf er að klippa út þátttökuseðil úr Sjónhorninu eða nálgast þá í afgreiðslu Tengils og skila miðanum síðan í græjuhólfið í afgreiðslu Tengils á milli kl. 11-16 á laugardaginn.

Dagskrá Canon-dagsins:
Kl. 11:00 - 17:00 Opið í verslun Tengils í Kjarnanum
Kl. 11:30 - 12:30 Keppni í Guitar Hero
Kl. 12:00 - 15:00 Ljósmyndamaraþon
Kl. 13:00 - 14:00 Keppni í FIFA 2010
Kl. 16:11 Úrslit dagsins kynnt og verðlaun afhent

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir