Byggja þarf upp á Hveravöllum
Gunnar Guðjónsson, rekstrarstjóri Hveravalla, mætti til fundar við sveitastjórn Húnavatnshrepps á dögunum og fór yfir málefni Hveravalla en ýmissa úrbóta er þörf á aðstöðu til móttöku ferðamanna.
Að mati staðarhaldara er brýnt að bora eftir neysluvatni utan verndarsvæðis því það vatn sem nú sé notað til neyslu sé ekki fullnægjandi. Þá þurfi að lagfæra aðstöðu vegna veitingasölu þar sem rútuumferð sé mikil og því nauðsynlegt að geta tekið á móti 60 100 manns í mat.
Þá væri æskilegt að geta framleitt rafmagn með tvenndarvélum en til þess að það gangi þarf að bora eftir heitu vatni og sækja um styrk fyrir verkefnið sem rannsóknar- og nýsköpunarverkefni.
Að lokum benti Gunnar á að til þess að hægt verði að selja á Hveravöllum vetarþjónustu sé lykilatriði að lagfæra um 9 km vegkafla við Hveravelli.
Sveitastjórn tók erindi Gunnars vel og voru á fundinum ræddar ýmsar hugmyndir varðandi uppbyggingu á Hveravöllum. Jafnframt var rætt um mannaráðningar yfir sumarið og nýtingu á vinnuafli frá Húnavatnshreppi. Fyrirhugað er að halda í Húnaveri þann 9. apríl n.k. málþing um Hveravelli.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.