Byggðasaga Skagafjarðar fékk hæsta styrkinn
Úthlutun menningarstyrkja Menningarráðs Norðurlands vestra fór fram á Gauksmýri, Húnaþingi vestra, fyrsta sumardag. Alls fékk 61 aðili styrk, samtals að upphæð rúmar 15 milljónir. Hæsta styrkinn fékk Byggðasaga Skagafjarðar, eina milljón til útgáfu 5. bindis byggðasögunnar.
Eftirtaldir aðilar hlutu styrk:
1.000.000 kr. Byggðasaga Skagafjarðar - Útgáfa 5. bindis Byggðasögu Skagafjarðar
750.000 kr. Skotta kvikmyndafjelag - Tvö verkefni: Í Laufskálarétt og Dansað á fáksspori
750.000 kr. Þjóðleikur á Norðurlandi - Þjóðleikur á Norðurlandi (leiklistarhátíð)
550.000 kr. Rauðá sf. Hrappur útgáfa - Tvö verkefni: Húnvetningasaga hin nýja (útgáfa) og Hljóðleiðsögn um Vatnsnes í Húnaþingi vestra
500.000 kr. Á Sturlungaslóð og Karlakórinn Heimir - Örlygsstaðabardagi (mynddiskur)
500.000 kr. Átthagafélag Fljótamanna - Heima hjá Hrafna-Flóka
500.000 kr. Raggmann ehf. - Eyjan rís (rokkhátíð)
500.000 kr. Sigurður Hansen - Sviðsetning Haugsnesbardaga – útilistaverk úr grjóti
450.000 kr. Grettistak ses. - Tvö verkefni: Eldsmíðadagar Grettis sterka (námskeið) og Víkinganámskeið fyrir börn á Grettishátíð
400.000 kr. Hollvinasamtökin Vinir Kvennaskólans á Blönduósi - Minjastofa Kvennaskólans á Blönduósi
400.000 kr. Töfrakonur / Magic women - Töfrakonur (menningartengd ferðaþjónusta)
300.000 kr. Sveitarfélagið Skagaströnd - Tvö verkefni: Skagaströnd í nýju ljósi (ljósmyndasýning) og Saga pólitískra samskipta Íslands við önnur ríki (ráðstefna)
300.000 kr. Textílsetur Íslands - Tvö verkefni: Prjónaslóð – sýningar og Verkefnastyrkir til lista- og fræðimanna
250.000 kr. Barokksmiðja Hólastiftis - Barokkhátíð á Hólum 2010
250.000 kr. Dream Voices - Útgáfa á geisladiski / útgáfutónleikar
250.000 kr. Einar Kolbeinsson og Embla Eir Oddsdóttir - Laxárdalur – lifandi eyðibyggð
250.000 kr. Fornleifadeild Byggðasafns Skagfirðinga og Byggðasaga Skagafj. - Fornbyggð í Skagafirði - byggðasögurannsókn
250.000 kr. Háskólasetur Blönduósi - Tvö verkefni: Textíll og texti / munir og minningar (sýning) og Textíl-menning (ráðstefna)
250.000 kr. Háskólinn á Hólum – Hólarannsóknin - Jarðfundnir gripir frá Hólum í Hjaltadal 2002-2009
250.000 kr. Jónsmessunefnd Hofsósi - Jónsmessuhátíð á Hofsósi 2010
250.000 kr. Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps - Til gamans gert (dagskrá í tali og tónum)
250.000 kr. Leikfélag Blönduóss - Á svið eftir Rick Abbott
250.000 kr. Leikfélag Hofsóss - Pókók eftir Jökul Jakobsson
250.000 kr. Leikfélag Sauðárkróks - Fólkið í blokkinni eftir Ólaf Hauk Símonarson
250.000 kr. Unglist í Húnaþingi - Unglistahátíðin Eldur í Húnaþingi
250.000 kr. Ungmennasamband Austur-Húnvetninga - Húnavökuritið 50 ára (útgáfa)
200.000 kr. Ásdís Guðmundsdóttir - Multi musica „Best for Women“ (útgáfa geisladisks)
200.000 kr. Erla Gígja Þorvaldsdóttir og Hulda Jónasdóttir - Stúlkan með lævirkjaröddina (tónleikar)
200.000 kr. Fljótasystur - Lög unga fólksins (tónleikar)
200.000 kr. Hljómsveitin Fúsaleg Helgi - Útgáfa geisladisks
200.000 kr. Kirkjukór Hólaneskirkju, Skagaströnd - Gospel gleði (tónleikar)
200.000 kr. Sigfús Arnar Benediktsson - Útgáfa geisladisks
200.000 kr. Stefán Gíslason - Sönglög á Sæluviku (tónleikar)
200.000 kr. Sveitarfélagið Skagafjörður - Kvikmyndahátíð tileinkuð Friðriki Þór Friðrikssyni á Sæluviku
200.000 kr. Söngskóli Alexöndru - Sæluvikutónleikar
150.000 kr. Á Sturlungaslóð í Skagafirði - Viðburðadagur Sturlungaslóðar í Skagafirði
150.000 kr. Áhugahópur um sögu Gúttó á Sauðárkróki - Dagskrá um sögu Gúttó
150.000 kr. Byggðasafn Húnvetninga og Strandamanna - Upplýsingaskilti um hersetuna í Hrútafirði
150.000 kr. Elías Björn Árnason - Sálmabók barnanna, undirleikur (útgáfa geisladisks o.fl.)
150.000 kr. Fornverkaskólinn - Torfhleðslu- og grindarnámskeið 2010
150.000 kr. Jóhann Frímann Arinbjarnarson - Útgáfa frumsaminnar skáldsögu
150.000 kr. Karlakórinn Lóuþrælar - Vordagskrá kórsins (tónleikar)
150.000 kr. Kristín F. Jóhannsdóttir - Upplýsingaskilti fyrir ferðamenn við Tyrfingsstaði á Kjálka
150.000 kr. Menningarfélagið Spákonuarfur - Saga Þórdísar spákonu (útgáfa)
150.000 kr. Ríkíní, félag um forna tónlist - Annað þing Ríkíni á Hólum í Hjaltadal
150.000 kr. Rökkurkórinn í Skagafirði - Vor- og Sæluvikutónleikar
150.000 kr. Sigurður Jóhannesson - „Gamli bærinn“ glæddur lífi (upplýsingaskilti)
150.000 kr. Stefanía Hjördís Leifsdóttir - Menningardagskrá um Guðrúnu frá Lundi
150.000 kr. Sæunn Vigdís Sigvaldadóttir - Söngvarakeppni Húnaþings vestra
100.000 kr. Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi - Sumarsýning Heimilisiðnaðarsafnsins
100.000 kr. Jón Hilmarsson og Valdís Hálfdánardóttir - Fegurð í firðinum (ljósmyndasýning)
100.000 kr. Kammerkór Norðurlands - Útgáfa geisladisks
100.000 kr. Kór eldri borgara í Húnaþingi - Kraftur í kreppu (tónleikar)
100.000 kr. Kristín Jónsdóttir - Í hjarta Skagafjarðar (hljóðleiðsögn o.fl.)
100.000 kr. Lillukórinn í Húnaþingi vestra - Tónleikar
100.000 kr. Lionsklúbbur Blönduóss og Tónlistarskóli A-Hún. - Tónleikar í Blönduóskirkju til styrktar orgelsjóði
100.000 kr. Nes listamiðstöð - Myndlistarsýning í Gamla kaupfélaginu á Skagaströnd
100.000 kr. Samkórinn Björk - Söngur um sumarmál (tónleikar)
100.000 kr. Sigurður Sigurðarson - Spákonufell „kringinn í hringum“ (ljósmyndasýning)
100.000 kr. Sóknarnefnd Blönduóskirkju - Einleikarar og kammersveit (tónleikar)
100.000 kr. Vilhjálmur Stefánsson - Myndlistarsýning Ragneyjar
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.