Byggðaráð fagnar frumkvæði heimamanna

Frá Hofsósi.

Byggðaráð Skagafjarðar hefur samþykkt að fela sveitarstjóra og tæknideild að leita eftir nánari upplýsingum frá tilboðsbjöfum um tilboð í íþróttahús við sundlaugina á Hofsósi.

Fagnar Byggðaráð á fundi sínum frumkvæði heimamanna í þessu málinu en heimamenn hafa sjálfir safnað 105 milljónum af þeim 210 sem áætlað er að húsið kosti. Þá hafa heimamenn haft frumkvæði að því að óska eftir láni fyrir því sem eftir stendur af framkvæmdinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir