Breytt dagskrá Lummudaga

Lummudagar í Skagafirði hefjast formlega annað kvöld við Suðurgarðinn með kvöldvöku við varðeld og söng. Hins vegar seinkar dagskránni örlítið á laugardegi vegna jarðarfarar og hefst að henni lokinni.

 

 

-Við erum ekki að tala um neina stórbreytingu. Aðalbreytingin er sú að Smaladrengirnir keyra í gegnum bæinn rúmlega 12 eða þegar jarðaförin er búin. Þá verður götunni lokað um leið, segir Pálína Hraundal skipuleggjandi Lummudaga. -Einnig mun togna aðeins úr dagskránni en ekki um mikin tíma. Við biðjum þvi fólk að taka tillit til þess.

 

Auglýstur tími er því raangur á Smaladrengjum, brúðuleikhúsi, karnival og jafnvel lummukeppni ( reynt verður að láta það ekki skarast um meira en korter).

 

Annað er óbreytt

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir