Breytingar á aðal- og deiliskipulagi og nýtt skipulag
Norðanáttin greinir frá því að breytingar á aðalskipulagi Húnaþings vestra 2002-2014 og deiliskipulagi athafnasvæðis við Búland hafa verið auglýstar á vefsíðu Húnaþings vestra, sem og nýtt deiliskipulag fyrir smábýlalóðir austan við Höfðabraut.
Skipulagsuppdrættir og greinargerðir munu liggja frammi til sýnis á skrifstofu Húnaþings vestra og hjá Skipulagsstofnun, Reykjavík, til 18. júní næstkomandi. Það má einnig nálgast tillögurnar á vefsíðu Húnaþings vestra, eða með því að smella á eftirfarandi hlekki:
- Smábýli austan Höfðabrautar - tillaga að deiliskipulagi og greinargerð með deiliskipulagi.
- Athafnasvæði við Búland - tillaga að breytingu á deiliskipulagi.
- Aðalskipulag 2002-2014 - breyting á þéttbýlisuppdrætti, Höfðabraut, Eyrarland og Búland.
Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta geta komið á framfæri skriflegum athugasemdum við tillögurnar og skal þeim skilað inn til skrifstofu Húnaþings vestra fyrir 3. júlí 2009.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.