Brestir en ekki slit

Brestir komu í meirihlutasamstarf Framsóknar og Samfylkingar í sveitastjórn Skagafjarðar í gær er flokkarnir tveir klofnuðu í afstöðu sinni til byggingu nýrrar álmu við Árksóla á Sauðárkróki.
Framsóknarmenn lögðu á fundi sveitastjórnar í gær fram tillögu þar sem þeir töldu að rétt væri að hefjast strax handa við samningagerð og undirbúningu bygginra nýrrar álmu við Árskóla. Samfylkingin taldi það hins vegar glapræði að fara jafn geyst í svo stóru máli og vill að málið bíði afgreiðslu nýs meirihluta.

Tillaga Framsóknar féll á jöfnu en fulltrúi Samfylkingar sat hjá. Þá kom fulltrúi Samfylkingar með aðra tillögu þess efnis að farið yrði að stað með undirbúning framkvæmda en lokaákvörðun yrði í höndum nýrrar sveitastjórnar. Tillaga Samfylkingar var felld með fórum atkvæðum gegn einu en fulltrúar Framsóknar sátu hjá.

Upphófst þá mikil bókunarveisla, það mikil að þegar blaðamaður yfirgaf fund hafði þurft að gera hlé svo fundarritari ætti þess kost að ná fundarmönnum sem fóru mikinn í bókunargleði sinni. Funargerð Sveitastjórnar mun koma inn á vef Skagafjarðar í dag þar sem hægt verður að lesa hana í heild sinni.

Fulltrúi VG óskaði bókað að VG styddu viðbyggingu Árskóla en með því skilyrði að ekki yrði haldið áfram með vinnu málsins nema með aðkomu allra flokka.

Fulltrúi Sjálfstæðismanna lagði fram bókun þess efnis að þeir styddu bygginguna en teldu ekki tímabært að fara í málið að svo stöddu.

Allir flokkarnir hyggjast fara fram með málið sem sitt kosningamál nema þá helst Framsóknarmenn sem telja að málið sé kosningamál síðustu kosninga og telja tímabært að hefast handa nú þegar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir