Blönduós og Hvanneyri í samstarf

 

Frá undirritun samningsins; Mynd Huni.is

Húni segir frá Yndisgörðum á  Blönduósi sem er samstarfsverkefni  Blönduósbæjar og Landbúnaðarháskólans um gerð klónasafns- og tilraunareits.
Tilgangur verkefnisins er að velja út heppilegustu tegundir, kvæmi og yrki garðplantna fyrir íslenskar aðstæður með áherslu á opin svæði, útivistarsvæði og skjólbelti.
 Afrakstur verkefnisins verður listi yfir yrki og kvæmi sem mælt er með í ræktun hérlendis og birtur verður á heimasíðu verkefnisins. Ávinningurinn er fyrst og fremst bætt gæðastýring í plöntuvali og garðplöntuframleiðslu. Verkefnið mun skila betri plöntum, betri árangri og minni umhirðukostnaði til hagsbóta fyrir framleiðendur, seljendur og ekki síst notendur eins og sveitarfélög og almenning í landinu.

Verkefnið er unnið á Landbúnaðarháskólanum og er í góðu samstarfi Félags garðplöntuframleiðenda, Rannsóknarstöðvar Skógræktarinnar á Mógilsá og Grasagarðs Reykjavíkur auk nokkurra sveitarfélaga og fleiri aðila.

Yndisgarði á Blönduósi hefur verið valin staður við Holtabraut íþróttarvallamegin og verða þar gróðursett á þriðjahundrað plantna af ýmsum yrkjum og tegundum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir