Bjarni Har upptekinn

Bjarni Haraldsson kaupmaður

Kvikmyndafélagið Skotta sem Árni Gunnarsson á Sauðárkróki stýrir er nú að vinna að gerð heimildamyndar um Verslun Haraldar Júlíussonar á Sauðárkróki. Það er Bjarni Har sem leikur aðalhlutverkið í myndinni en hann er eigandi verslunarinnar í dag.

 

 

 

 

Upp á vegg hjá Bjarna hanga myndir af fyrsta og núverandi verslunarhúsi.

Haraldur Júlíusson faðir Bjarna stofnaði verslunina árið 1919 og hefur hún starfað óslitið síðan. Upphaflega verslunarhúsið var áður notað sem barnaskóli einnig hýsti það úr og gullsmíðaverkstæði J. Fr. Michelsens. Það verslunarhús sem við þekkjum í dag var byggt 1929 – 1930.

 

 

 

Bjarni hóf að vinna í versluninni með föður sínum árið 1959 og aðspurður segist hann ætla að versla meðan heilsa hans leyfir.

 

Tölvan hefur ekki fengist samþykkt á skrifstofu Bjarna heldur er notast við alvöru græju sem bilar ekki.

Tökur á heimildamyndinni hafa staðið yfir í tvo daga en seinna í sumar verða fleiri upptökur. Að sögn leikstjóra myndarinnar er óvíst hvenær fólk fær að berja hana augum þar eð ekki er búið að selja hana enn.

 

 

 

 

Stefán Friðrik, Eiríkur Hilmis, Bjarni Har og FrikkiFrikk. Árni Gunnarsson var fjarri þegar myndin var tekin.

Það er Stefán Friðrik Friðriksson sem er leikstjóri myndarinnar, FrikkiFrikk er á bak við myndavélina, Eiríkur Hilmisson sér um hljóðið og framleiðandi er Árni Gunnarsson.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir