Bjarni Har býður til afmælisveislu

Bjarni Har mun að tilefni af áttræðisafmæli sínu, bjóða Skagfirðingum og öðrum vinum sínum til afmælisveislu í Frímúrarahúsinu á Sauðárkróki, laugardaginn 24. apríl nk. frá kl. 14 - 16.
Í tilkynningu frá Bjarna segir; -Vonast ég til þess að sjá ykkur sem flest og njóta með ykkur góðrar stundar á laugardaginn.

Gjafir eru afþakkaðar en vilji einhverjir  láta eitthvað af hendi rakna, vil ég benda á Sauðárkrókskirkju, kt. 560269 - 7659, bankaupplýsingar, 0310 -13 - 300998 og SÁA.

Með bestu kveðju

Bjarni Haraldsson

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir